Erlent

Flýðu heimili sín vegna skógarelda á Flórída

Yfir eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Flórída í Bandaríkjunum um helgina vegna skógarelda. Yfir eitt hundrað slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana sem geisað hafa á yfir fjögur hundruð hektara svæði og eyðilagt að minnsta kosti eitt heimili. Enginn hefur orðið eldinum að bráð en frá því í janúar á þessu ári hafa yfir 2200 skógareldar brennt yfir 18 þúsund hektara svæði í Flórída og eyðilagt tugi heimila í ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×