Erlent

Blaine reynir við metið í kvöld

Bandaríski töframaðurinn David Blaine ætlar í kvöld að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Hann hefur undanfarna viku dvalið á bólakafi ofan í vatnstanki í Lincoln Center í New York en til að fá næringu og súrefni hefur hann sérstakan hjálm á höfðinu. Þótt læknar hafi áhyggjur af heilsu Blaines, þar sem húðin er tekin að flagna af honum, hyggst hann samt taka af sér hjálminn í kvöld og bæta heimsmetið í köfun án súrefnis. Þá ætlar hann jafnframt að brjóta af sér nokkra tugi af hlekkjum og handjárnum sem brugðið verður um hann á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×