Erlent

Apple tapaði fyrir Apple

Apple-tölvurisin selur tónlist undir merkjum eplisins.
Apple-tölvurisin selur tónlist undir merkjum eplisins. MYND/AP

Apple-plötufyrirtækið, sem Bítlarnir stofnuðu á sínum tíma, tapaði í morgun dómsmáli sem það höfðaði gegn Apple-tölvurisanum. Plötuútgáfan taldi að tölvufyrirtækið hefði rofið samkomulag sem þau gerðu fyrir fimmtán árum um notkun á eplis-tákninum góðkunna eftir að iTunes - netverslun Apple með tónlist - var sett á fót. Þess vegna stefndi hún tölvufyrirtækinu fyrir dómstól í Lundúnum. Dómararnir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að iTunes gæti notað eplis-táknið hér eftir sem hingað til. Fróðir segja dóminn góð tíðindi fyrir þá sem kaupa tónlist sína á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×