Erlent

Vilja láta ógilda játninguna

Verjendur Zacarias Moussaoui höfðuðu í dag mál til að fá játningu hans ógilta. Moussaoui var í síðustu viku dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir aðild sína að hryðjuverkunum 11. september 2001.

Dómurinn byggði meðal annars á játningu hans sem hann segir að hafi verið uppspuni. Lögum samkvæmt er ekki hægt að draga játningu til baka eftir að dómur fellur. Verjendur Moussaoui segjast hafa ákveðið að leggja kæruna samt sem áður fram þar sem samskipti þeirra við hann hafi verið lítil og erfiðleikum bundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×