Erlent

Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi. Rice sagði í viðtali við AP fréttastofuna bréfið vera sautján blaðsíðna langt og fjallaði að mestu um sögu, heimspeki og trúarbrögð en tæki ekki á þeim málum sem verið væri að fjalla um og skiptu máli. Bréfið er fyrsta tilraun íransks þjóðarleiðtoga til beinna samskipta við forseta Bandaríkjanna í 27 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×