Erlent

Blaine hætti við heimsmetstilraun

Farið með töframanninn David Blaine í sjúkrabíl í gær eftir að hann hætti við heimsmetstilraun sína.
Farið með töframanninn David Blaine í sjúkrabíl í gær eftir að hann hætti við heimsmetstilraun sína. MYND/Blaine

Bandaríski töframaðurinn David Blaine hætti í gær við að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. Hann hefur undanfarna viku dvalið á bólakafi ofan í vatnstanki í Lincoln Center í New York en til að fá næringu og súrefni hefur hann sérstakan hjálm á höfðinu. Læknar hafa áhyggjur af Blaine, þar sem húðin er tekin að flagna af honum og segja þeir hann ekki vera við góða heilsu. Var því sú ákvörðun tekin að reyna ekki við heimsmetið að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×