Sport

Boðar reglubreytingar á næsta ári

David Stern ætlar að breyta reglunum á næsta ári og koma með því í veg fyrir að lið eins og Dallas og San Antonio geti mæst strax í annari umferð eins og í ár
David Stern ætlar að breyta reglunum á næsta ári og koma með því í veg fyrir að lið eins og Dallas og San Antonio geti mæst strax í annari umferð eins og í ár NordicPhotos/GettyImages

David Stern, framkvæmdastjóri NBA deildarinnar, hefur viðurkennt að reglurnar sem notast var við til að raða liðum inn í úrslitakeppnina í vetur hafi verið gallaðar og segir að til standi að breyta þeim á næsta tímabili.

Það varð snemma ljóst í deildarkeppninni í vetur að galli væri í nýju reglunum og það átti líka eftir að koma á daginn. San Antonio Spurs og Dallas Mavericks voru þau lið sem náðu besta árangri allra liða í Vesturdeildinni, en vegna galla í reglunum um uppröðun í úrslitakeppninni, mætast liðin strax í annari umferð úrslitakeppninnar.

David Stern segir að áhersla verði lögð á að þetta endurtaki sig ekki á næsta keppnistímabili og ætlar að leggja til að þau fjögur lið sem ná besta árangrinum í Austur- og Vesturdeild, muni raðast upp eftir vinningshlutfalli og því geti sama staða ekki komið upp í úrslitakeppninni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×