Viðskipti erlent

Hlutur Nasdaq í LSE eykst

Mynd/AFP
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq segist hafa aukið við hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) og nemi hann nú 22,7 prósentum.

Þetta er sagt auka líkurnar á að Nasdaq-markaðurinn geri kauptilboð í LSE að nýju. Markaðurinn gerði tilboð upp á 2,43 milljarð punda í LSE fyrr á árinu. Stjórnin tók því ekki og í kjölfarið dró Nasdaq tilboðið til baka án skýringa í mars.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur eftir Bob Greifeld, forstjóra Nasdaq, að markaðurinn sé ánægður með hlutafjáraukningu sína í LSE og hlakki til samstarfs við markaðinn sem stærsti hluthafinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×