Sport

Eigandi Dallas sektaður um 14 milljónir

Mark Cuban situr aldrei á skoðunum sínum þegar kemur að dómgæslu í NBA deildinni
Mark Cuban situr aldrei á skoðunum sínum þegar kemur að dómgæslu í NBA deildinni NordicPhotos/GettyImages

Hinn litríki eigandi NBA-liðs Dallas Mavericks, milljarðamæringurinn Mark Cuban, var í dag sektaður um sem nemur 14 milljónum íslenskra króna fyrir ósæmilega hegðun um helgina. Helmingur sektarinnar kemur til vegna þess að hann fór inn á völlinn í fyrsta leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks á dögunum, en hinn helmingurinn vegna skrifa hans á bloggsíðu sinni þar sem hann gagnrýndi störf dómara í deildinni.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Cuban er sektaður um stórar fjárhæðir fyrir uppátæki sín, en hann hefur alla tíð verið óhræddur við að koma skoðunum sínum á framfæri á almennum vettvangi.

"Deildin veit allt og getur allt - og því dettur mér ekki í hug að draga þessar aðgerðir í efa," var það eina sem Cuban vildi láta hafa eftir sér vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×