Viðskipti erlent

ECB fylgist með verðbólguþróun

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir í mánaðarlegu fréttabréfi bankans í dag að fylgst verði grannt með verðþróun í álfunni til að halda verðbólgu í skefjum. Óstöðugleiki í olíuverði og óbeinir skattar hafi áhrif á aðra liði til hækkunar og séu líkur á að verðbólga á evrusvæðinu verði yfir 2 prósentum til skamms tíma. Búist er við að verðbólgan muni hækka á næsta ári.

Flestir fjármálasérfræðingar búast við að seðlabankinn muni hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 25 punkta á fundi sínum 8. júní næstkomandi. Stýrivextirnir á evrusvæðinu standa nú í 2,5 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×