Dorrit Moussaieff tvívegis í vandræðum í Ísrael á einum mánuði. 11. maí 2006 19:23 Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur. Dorrit var á ferð ásamt fleirum fyrr í vikunni í Ísrael. Eftir þriggja daga dvöl var hún kyrrsett á flugvellinum þar sem hún var ekki með ísraelskt vegabréf og lauk málinu ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í ámóta, því í síðasta mánuði var hún í Ísrael að heimsækja veikan föður sinn og þá kom svipað upp. Hún segist einmitt hafa gengið sérstaklega frá því fyrir seinni ferðina að ekkert svona endurtæki sig. Rætt hafi verið við sendiráð, utanríkisráðuneyti og fleiri, en allt kom fyrir ekki, hún lenti í svipuðum hremmingum aftur Myndbrot af samskiptum hennar og starfsmanns innflytjendaeftirlitsins var sýnt í ísraelskum fjölmiðlum. Dorrit segist ekki vita hver tók þær myndir, en segir gott að það hafi verið teknar og vill að myndskeiðið verði sýnt í heild sinni því það sýni hvernig samskiptin fóru fram. Hún segist ekki viss um hvort hún vilji fara aftur til Ísraels. Í það minnsta kosti ekki eins og henni líður núna. Hún segist hafa fengið um hundrað símtöl vegna málsins. Á sunnudag hafa Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson verið þrjú ár í hjónabandi og hún ætti því að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún segist ætla að gera það um leið og hún má og að hún muni verða stolt af því. Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur. Dorrit var á ferð ásamt fleirum fyrr í vikunni í Ísrael. Eftir þriggja daga dvöl var hún kyrrsett á flugvellinum þar sem hún var ekki með ísraelskt vegabréf og lauk málinu ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í ámóta, því í síðasta mánuði var hún í Ísrael að heimsækja veikan föður sinn og þá kom svipað upp. Hún segist einmitt hafa gengið sérstaklega frá því fyrir seinni ferðina að ekkert svona endurtæki sig. Rætt hafi verið við sendiráð, utanríkisráðuneyti og fleiri, en allt kom fyrir ekki, hún lenti í svipuðum hremmingum aftur Myndbrot af samskiptum hennar og starfsmanns innflytjendaeftirlitsins var sýnt í ísraelskum fjölmiðlum. Dorrit segist ekki vita hver tók þær myndir, en segir gott að það hafi verið teknar og vill að myndskeiðið verði sýnt í heild sinni því það sýni hvernig samskiptin fóru fram. Hún segist ekki viss um hvort hún vilji fara aftur til Ísraels. Í það minnsta kosti ekki eins og henni líður núna. Hún segist hafa fengið um hundrað símtöl vegna málsins. Á sunnudag hafa Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson verið þrjú ár í hjónabandi og hún ætti því að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún segist ætla að gera það um leið og hún má og að hún muni verða stolt af því.
Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira