Innlent

Dorrit Moussaieff tvívegis í vandræðum í Ísrael á einum mánuði.

Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur.

 

Dorrit var á ferð ásamt fleirum fyrr í vikunni í Ísrael. Eftir þriggja daga dvöl var hún kyrrsett á flugvellinum þar sem hún var ekki með ísraelskt vegabréf og lauk málinu ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í ámóta, því í síðasta mánuði var hún í Ísrael að heimsækja veikan föður sinn og þá kom svipað upp. Hún segist einmitt hafa gengið sérstaklega frá því fyrir seinni ferðina að ekkert svona endurtæki sig. Rætt hafi verið við sendiráð, utanríkisráðuneyti og fleiri, en allt kom fyrir ekki, hún lenti í svipuðum hremmingum aftur

Myndbrot af samskiptum hennar og starfsmanns innflytjendaeftirlitsins var sýnt í ísraelskum fjölmiðlum. Dorrit segist ekki vita hver tók þær myndir, en segir gott að það hafi verið teknar og vill að myndskeiðið verði sýnt í heild sinni því það sýni hvernig samskiptin fóru fram. Hún segist ekki viss um hvort hún vilji fara aftur til Ísraels. Í það minnsta kosti ekki eins og henni líður núna. Hún segist hafa fengið um hundrað símtöl vegna málsins. Á sunnudag hafa Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson verið þrjú ár í hjónabandi og hún ætti því að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún segist ætla að gera það um leið og hún má og að hún muni verða stolt af því.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×