Heimamaðurinn Fernando Alonso verður á ráspól í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann náði besta tímanum í tímatökum í dag. Félagi hans hjá Renault, Giancarlo Fisichella náði öðrum besta tímanum og Michael Schumacher varð að gera sér þriðja sætið að góðu.

