Sport

Veislunni aflýst á Kópavogsvelli

Hjörvar Hafliðason og félagar aflýstu fyrirhuguðum veisluhöldum Valsmanna í kvöld
Hjörvar Hafliðason og félagar aflýstu fyrirhuguðum veisluhöldum Valsmanna í kvöld Mynd/E.Stefán

Hjörvar Hafliðason, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir sigurinn á Val, að það eina sem þeir rauðklæddu hefðu haft áhyggjur af fyrir leikinn var hvort þeir ættu að vinna með sex eða sjö mörkum.

En hvað hafði Hjörvar fyrir sér með þessum ummælum um Valsmennina? "Það var nú þannig að við strákarnir vorum búnir að heyra það á Valsmönnum í viðtölum og öðru slíku að þeir ætluðu að slá upp veislu á Kópavogsvelli í fyrsta leik. Þeir hefðu betur sleppt því, enda þarf lið sem er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild ekki á neinni auka hvatningu að halda. Það kom líka á daginn að það vorum við sem slógum upp veislunni," sagði Hjörvar í samtali við Vísi.

"Við bjuggumst aldrei við því að þetta yrði neinn Samba-bolti sem spilaður yrði hérna í kvöld og spennustigið var gríðarlega hátt. Það hentaði okkur því ágætlega að fara inn í leikinn með það á bakinu að enginn hefði trú á því að við gætum náð góðum úrslitum. Ég vil bara nota tækifærið og þakka þessum frábæru áhorfendum sem mættu til að styðja við bakið á okkur í kvöld og vonandi halda þeir áfram að mæta á vel á leiki okkar í sumar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×