Sport

Meistararnir í vondum málum

Jason Terry var ótrúlegur á lokasprettinum hjá Dallas í nótt og hitti hverju skotinu á fætur öðru þegar mest lá við
Jason Terry var ótrúlegur á lokasprettinum hjá Dallas í nótt og hitti hverju skotinu á fætur öðru þegar mest lá við NordicPhotos/GettyImages

Meistarar San Antonio eru komnir í mjög vond mál í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að Dallas vann sigur í fjórða leik liðanna í Dallas í nótt 123-118 eftir framlengingu. Dallas leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í San Antonio í næsta leik eftir þrjá sigra í röð.

Það var ekki síst fyrir stórleik Jason Terry undir lokin og í framlengingunni sem Dallas tókst að leggja meistarana, en vörn San Antonio hefur engin svör átt við herbragði Avery Johnson að tefla fram tveimur leikstjórnendum í byrjunarliðinu.

Jason Terry skoraði 32 stig fyrir Dallas í nótt, Dirk Nowitzki skoraði 28 stig, Jerry Stackhouse skoraði 26 stig og Devin Harris skoraði 18 stig. Tony Parker skoraði 33 stig fyrir San Antonio, Tim Duncan 31 stig og hirti 13 fráköst, Manu Ginobili skoraði 26 stig og Michael Finley skoraði 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×