Sport

Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök

Terje Hauge afsakaði uppátæki landa síns á blaðamannafundi í dag en ákveðið var að skipta um aðstoðardómara í kjölfar þessarar aulalegu uppákomu
Terje Hauge afsakaði uppátæki landa síns á blaðamannafundi í dag en ákveðið var að skipta um aðstoðardómara í kjölfar þessarar aulalegu uppákomu AFP

Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær.

Borge átti að vera línuvörður hjá landa sínum og aðaldómaranum Terje Hauge, en ákveðið var að kippa honum út í kjölfar þess að uppátæki hans hlaut mjög hörð viðbrögð í dag. Hæfi aðstoðardómarans var dregið í efa eftir að hann lét mynda sig í treyjunni og aðstandendur keppninnar eru lítt hrifnir af því að dómarar láti á sér bera á þennan hátt. Annar norskur aðstoðardómari, Arild Sundet, verður nú fenginn í stað Borgan fyrir leikinn annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×