Sport

Dómgæslan var hræðileg

Henry var ekki sáttur við frammistöðu norska dómarans í kvöld
Henry var ekki sáttur við frammistöðu norska dómarans í kvöld AFP

Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar.

"Þeir voru sparkandi í mig hvað eftir annað allan leikinn og hefðu báðir átt að fá gul spjöld fyrir það. Það vita allir að það er allt annað fyrir menn að dekka mig þegar þeir eru komnir með gult spjald á bakið," sagði Henry, sem hafði einnig sterkar skoðanir á rauða spjaldinu sem Jens Lehmann fékk að líta í upphafi leiks.

"Jú, þetta var rautt spjald og ekkert annað, en úr því þeir ætluðu greinilega ekki að leyfa okkur að vinna leikinn - hefðu þeir nú geta sagt okkur það fyrir leikinn. Ég verð greinilega að fara að æfa dýfurnar mínar," sagði Henry kaldhæðnislega. "Allir töluðu um Ronaldinho og Eto´o fyrir þennan leik, en ég sá þá ekki gera neitt í leiknum. Það var Henrik Larsson sem gerði gæfumuninn fyriri þá," sagði Henry og bætti við að hann væri þrátt fyrir allt stoltur af félögum sínum. "Við vorum betri þegar jafnt var í liðunum og mér þykir leiðinlegt að segja það - en dómgæslan var hræðileg í dag."

Hann var að lokum spurður út í framtíð sína hjá Arsenal; "Ég fer að hugsa málið í kvöld," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×