Cleveland að takast hið ómögulega? 18. maí 2006 08:00 Cleveland er komið yfir 3-2 gegn Detroit sem er staða sem engan óraði fyrir áður en einvígið hófst NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira