Viðskipti erlent

Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor

Feðgarnir Lakshmi Mittal og sonur hans Aditya Mittal, sem er fjármálastjóri fyrirtækisins, á fundi Mittal Steel í byrjun maí.
Feðgarnir Lakshmi Mittal og sonur hans Aditya Mittal, sem er fjármálastjóri fyrirtækisins, á fundi Mittal Steel í byrjun maí. Mynd/AFP

Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu.

Kaupin verða að stærstum hluta greidd með hlutabréfum í Mittal. Tilboðið gildir frá og með deginum í dag til 29. júní.

Verði af kaupum er búist við að til verði stærsta stálfyrirtæki í heimi. Markaðsvirði sameinaðs fyrirtækis mun nema 40 milljörðum Bandaríkjadala og hjá því starfa 320.000 manns. Þá mun fyrirtækið framleiða um 10 prósent alls stáls í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×