Oddaleikur hjá Phoenx og LA Clippers 19. maí 2006 05:45 Elton Brand átti mjög góðan leik í sigri Clippers í nótt NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið. Lið Clippers hefur aldrei í sögunni komist lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar, en ef Phoenix hefur sigur í oddaleiknum á mánudag, yrði það í áttunda skipti í sögu félagsins og annað árið í röð sem liðið spilaði í úrslitum Vesturdeildarinnar. Phoenix vann leik 1,3 og 5 í einvíginu, en Clippers leik 2,4 og 6. Phoenix er í sterkri stöðu á heimavelli sínum í oddaleiknum, en heimaliðið hefur unnið 76 af þeim 93 oddaleikjum sem spilaðir hafa verið í 7 leikja seríum í sögu úrslitakeppninnar. "Þetta er frábært, alveg frábært," sagði Sam Cassell, leiðtogi Clippers-liðsins eftir leikinn. "Við náðum að kreista út einn sigur í viðbót og erum á leið í oddaleik. Það er spennandi fyrir ungu strákana í liðinu - og þeir óttast ekkert," sagði hann. Leikirnir þrír sem liðin hafa spilað í Phoenix hafa verið mjög jafnir - Clippers náði að vinna einn en tapaði tveimur mjög naumlega. Elton Brand var stigahæstur í liði Clippers með 30 stig og 12 fráköst og Corey Maggette kom af bekknum og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Quinton Ross skoraði 18 stig, Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar og Chris Kaman skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Shawn Marion skoraði 34 stig, hirti 9 fráköst og stal 6 boltum hjá Phoenix, Leandro Barbosa skoraði 25 stig, Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 11 stoðsendingar og Boris Diaw skoraði 14 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Steve Nash skoraði þriggja stiga körfu í fyrsta leikhlutanum í nótt, en það var fyrsti þristurinn hans síðan í fyrsta leiknum í einvíginu og hafði hann klikkað á 14 slíkum í röð fram að því.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti