Phoenix í úrslit Vesturdeildar 23. maí 2006 06:23 Steve Nash og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð AFP Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira