Innlent

Rússíbanar í bana stuði

Hljómsveitin Rússíbanar.
Hljómsveitin Rússíbanar. Mynd/ÞÖK

Tónlistarunnendur létu ekki veðrið hafa áhrif á mætingu sína á tónleikar Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í kvöld. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju spilaði hljómsveitin fjölbreytta tónlist, en austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska Rússbanatónlist. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×