Viðskipti innlent

Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði

Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána.

Svipaða sögu er að segja af útlánum Íbúðalánasjóðs sem einnig drógust saman eða um 4% milli mánaða, að sögn greiningardeildarinnar.

Þá segir að vextir á íbúðalánum hafi hækkað í þessum mánuði og sé þeir á bilinu 4,75 til 4,85 prósent. Jafnframt hafi bankarnir hert lánveitingaskilmála sína að einhverju leyti, meðal annars með tilliti til lánsfjárhlutfalls. Ætla megi að hærri vextir og stífari lánveitingaskilmálar dragi enn frekar úr útlánum bankanna til íbúðakaupa.

Greiningardeildin segir að þetta muni draga úr eftirspurn sem ásamt miklu framboði á nýjum íbúðum og aukinni verðbólgu muni kæla íbúðamarkaðinn.

Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði og að verðhækkun þess yfir þetta ár reynist ekki mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×