Detroit jafnaði gegn Miami 26. maí 2006 04:30 Chauncey Billups keyrir hér upp að körfu Miami án þess að Gary Payton komi vörnum við AFP Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við fyrsta leikinn, voru það heimamenn sem tóku strax öll völd frá fyrstu mínútunni og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25-12 Detroit í vil. Þeir Shaquille O´Neal og Dwayne Wade héldu uppteknum hætti í liði Miami og léku vel, en í þetta sinn fengu þeir ekki sömu hjálpina frá meðspilurum sínum. Detroit var 10 stigum yfir þegar 2:41 var eftir af leiknum, en Miami skoraði 17 stig á síðustu 1:46 mínútu leiksins og lagaði stöðuna. Leikmenn Detroit voru ekki að spila sinn besta leik frekar en í síðustu leikjum í úrslitakeppninni, en framlag byrjunarliðsmanna liðsins nægði þeim til sigurs í þetta sinn. Tayshaun Prince skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 22 stig, Chauncey Billups skoraði 18 stig og Rasheed Wallace setti 16 stig. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami, Shaquille O´Neal var með 21 stig og 12 fráköst og Antoine Walker skoraði 11 stig. "Þeir komu hingað með það markmið að stela einum leik og það tókst hjá þeim. Nú er það sama uppi á teningnum hjá okkur, við verðum að fara niður til Miami og vinna í það minnsta einn leik," sagði Chauncey Billups, leikmaður Detroit. Áhorfendur voru þegar farnir að týnast út úr höllinni í nótt þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og sigur heimamanna virtist öruggur, en ótrúlegur endasprettur Miami hleypti nokkrum titringi í lið Detroit og gerði leikinn áhugaverðan á ný í nokkur andartök. "Það er ekki hægt að spila þannig að maður sé að verja forskotið. Það getur verið stórhættulegt," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við ætlum að beita þessari leikaðferð frá fyrstu mínútu í næsta leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami glottandi, þegar hann var spurður út í áhlaup Miami í lokin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira