Dallas jafnaði gegn Phoenix 27. maí 2006 03:53 Dirk Nowitzki og Josh Howard skoruðu samanlagt 59 stig fyrir Dallas í nótt og halda nú til Arizona með það fyrir augum að bæta upp fyrir tap á heimavelli í fyrsta leiknum NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira