Innlent

Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hækkar um 4%

Hlutfall kvenna á framboðslistum og í sveitastjórnum landsins fer hækkandi. Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hefur aukist um tæp fjögur prósent frá síðustu sveitastjórnarkosningum.

Konur eru nú 35,9% sveitastjórnarfulltrúa eftir úrslit helgarinnar samkvæmt Morgunblaðinu. Það er fjölgun um tæp fjögur prósent en eftir kosningarnar árið 2002 var hlutfall kvenna 32% og 28% árið 1998. Þá hefur hlutfall kvenna á framboðslistum einnig hækkað frá síðustu kosningum en í ár voru konur 44% allra sem voru í framboði á móti 41% árið 2002 og 38% árið 1998. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir þessi aukning ánægjuleg en vill þó sjá frekari hækkun á hlutfalli kvenna í sveitastjórnum, einkum á landsbyggðinni.

Karlmenn eru þó enn í meirihluta í langflestum sveitafélögum landsins en af 79 sveitafélögum eru konur í meirihluta í 11 sveitafélögum landsins en í tveimur þessara sveitafélaga fór fram óhlutbundin kosning um helgina. Þá er engin kona í sveitastjórn í Djúpavogshreppi og Skeiða- og gnúpverjahreppu né heldur í Eyja- og Miklaholtshreppi, Grímseyjarhreppi og Svalbarðshreppi en í þeim fór fram óhlutbundin kosning í þremur þeirra. Einar segir að það halli einkum á hlut kvenna þar sem sæti sveitarstjórnarfulltrúa séu fá en og hlutfall karla sé hærra í mörgum þeirra sveitafélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×