Innlent

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aðgerðum lauk upp úr klukkan fimm. 
Aðgerðum lauk upp úr klukkan fimm.  Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Þetta staðfestir Guðbrandur Örn Arnarsson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann segir björgunarsveitir Rangárvallasýslu og hálendisvakt björgunarsveita hafa verið kallaðar út auk sjúkraflutningamanna. Aðstæður hafi verið erfiðar og konan mögulega ökklabrotin. 

Aðgerðinni lauk á sjötta tímanum að sögn Guðbrands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×