Innlent

Bruni í húsnæði í Súðarvogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog laust fyrir hádegi vegna elds sem þar hafði komið upp. Að sögn slökkviliðs voru menn að vinnu inni í húsnæðinu við slípun nærri loftræstistokki og svo virðist sem neisti hafi hlaupið í óhreinindi í loftræstistokknum með þeim afleiðingum að eldurinn kviknaði. Hann barst svo upp eftir stokknum og í þakið og því þurfti slökkviliði að rífa niður allan stokkinn til ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði í brunanum en nokkrar reykskemmdir urðu á húsnæðinu. Til stendur að innrétta í húsinu vinnustofur fyrir listamenn og standa þau áform enn þar sem ekki urðu það miklar skemmdir í brunanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×