Innlent

Ný sveitarstjórn þarf að ákveða nafn

MYND/Vilhelm

Ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði mun taka ákvörðun um nafn á sveitarfélagið eftir að kosning á sameiginilegum fundi fráfarandi sveitarstjórna féll á jöfnu.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns. Í sveitarstjórnarkosningunum í vor sameinuðust fjögur sveitarfélaög í Borgarfirði og gátu íbúar valið á milli fjögurra nafna í skoðanakönnun samhliða kosningunum. Á sameiginlegum fundi fráfarandi sveitarstjórna í gær var svo kosið á milli þeirra tveggja nafna sem fengu flest atkvæði, Borgarbyggðar og Sveitarfélagsins Borgarfjarðar, og greiddu tólf sveitarstjórnarmenn hvoru nafni atkvæði sitt. Í framhaldinu var ákveðið að fela nýkjörinni sveitarstjórn að ákveða nýtt nafn, en níu fulltrúar sitja í sveitarstjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×