Aðsúgur var gerður að lögreglumönnum i miðbæ Akureyrar í nótt, þegar þeir ætluðu að handtaka skemmdarvarg og urðu þeir að beita pipargasi, eða meis, til að verja sig.
Allir lögreglumenn á vakt skárust í leikinn og töluverðar ryskingar urðu sem lyktaði með því að fjórir voru handteknir og gista fangageymslur. Nokkrir úr slagsmálaliðinu þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsinu eftir að hafa pengið varnarúða í augun en enginn lögreglumaður þurfti að leita læknis þrátt fyrir talsverða pústra.