Sport

Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben

Kezman segir fáránlegt að Robben sé ekki alltaf fyrsti kostur í liði Chelsea
Kezman segir fáránlegt að Robben sé ekki alltaf fyrsti kostur í liði Chelsea

Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum.

"Robben var frábær á fyrsta tímabilinu sínu með Chelsea, en hann fékk lítið að spreyta sig í fyrra og það er fáránlegt. Ég held að Mourinho sé í fýlu út í hann og þess vegna fái Robben svona fá tækifæri með Chelsea. Maður eins og Robben á alltaf að vera fyrsti kostur í liðið og ég sagði fyrir HM að hann gæti komið á óvart og slegið í gegn. Hann er að mínu mati einhver besti leikmaður heims í sinni stöðu," sagði Kezman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×