Innlent

Segir húsleit gerða vegna kvörtunar frá keppinauti

Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri Visa Íslands.
Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri Visa Íslands. Mynd/Vísir

Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri VISA Íslands, segist telja að Samkeppniseftirlitið hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu í dag vegna kvörtunar frá keppinauti þess, PBS, sem er danskt fyrirtæki. Þetta kom frá á blaðamannafundi sem fyrirtækið efndi til vegna húsleitarinnar.

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins lögðu í leitinni í morgun hald á ýmis gögn að sögn Halldórs vegna gruns um að VISA hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Halldór neitaði öllu slíku á blaðamannafundinum og sagði fyrirtækið í mjög harðri samkeppni á greiðslukortamarkaði. Halldór segist ekki hafa fengið rökstuðning fyrir húsleitinni og segist ekki vita hvaða gögn Samkeppniseftirlitið hafi lagt hald á. Þá benti hann á að PBS hefði áður kvartað við Samkeppniseftirlitið en þá hefði ekkert verið aðhafst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×