Viðskipti innlent

1,3 prósenta atvinnuleysi í maí

Atvinnuleysi var 1,3 prósent í síðasta mánuði og er það óbreytt frá mánuðinum á undan. Alls voru 47.418 atvinnuleysisdagar skráðir á landinu öllu en það jafngildir því að 2.062 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun hefur eftir upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu að áætlað sé að 158.000 séu á vinnumarkaði.

Þá segir Vinnumálastofnun ennfremur að atvinnuleysi standi nánast í stað á höfuðborgarsvæðinu en lækkar lítið eitt á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu eykst þó atvinnuleysi kvenna lítilsháttar.

Ekki er reiknað með miklum breytingum á atvinnuleysi í þessum mánuði en búist er við að það verði á bilinu 1,2 til 1,5 prósent.

Greiningardeild Glitnis banka segir að dregið hafi úr atvinnuleysi á síðustu misserum samhliða örum hagvexti. Mikil spenna ríki á vinnumarkaði sem birtist í hverfandi atvinnuleysi og launaskriði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×