Miami ætlar í sögubækurnar 16. júní 2006 04:19 Dwyane Wade er heldur betur að taka úrslitaeinvígið í sínar hendur, en hann skoraði 36 stig fyrir Miami í nótt AFP Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira