Erlent

Möguleg stökkbreyting fuglaflensuveirunnar

Nýjasta dæmi fuglaflensusmits í mönnum í Kína bendir til þess að H5N1 veiran hafi stökkbreyst. Veiran virðist nú vera jafn smitandi í heitu veðri og í köldu að sögn heilbrigðisráðherra Hong Kong. H5N1 veirustofninn þrífst best í köldum veðrum á norðurhveli jarðar en í gær bárust fréttir af smiti 31 árs vörubílstjóra. Einnig virðist vera hægt að smitast af fuglaflensunni af fuglum sem sýna engin einkenni smits. Rannsóknir á fuglum á mörkuðum í Kína sem taldir voru heilbrigðir sýndu að um eitt prósent þeirra voru smitaðir af fuglaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×