Innlent

Vill breytingu á lífeyriskjörum æðstu embættismanna

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, leggur til að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði reiknuð upp til launa, þannig að laun þeirra hækki en þeir greiði með sambærilegum hætti og aðrir í almenna lífeyrissjóði.

Formaðurinn segir VR krefjast þess að allir landsmenn búi við sambærilegt lífeyriskerfi. Á heimasíðu VR segir Gunnar Páll eðlilegt að viðhafa sömu aðferð og þegar skattfrelsi forsetans var afnumið gegn hækkun launa. Verkalýðshreyfingin hefur krafist þess í viðræðum við forystumenn ríkisstjórnarinnar, að lögum um eftirlaun þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna verði breytt. Þessari kröfu hefur verið fálega tekið en undirtektir ráðherranna voru öllu betri við öðrum hugmyndum verkalýsðshreyfingarinnar, varðandi breytingar á skattleysismörkum, barnabótakerfi og vaxtabótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×