Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða 1,5 milljón króna í miskabætur 16. júní 2006 16:02 Mynd/Valli Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur höfðaði mál gegn ristjórum DV og 365 prentmiðlum ehf. vegna tólf ummæla um hann og staf hans sem birtust í blaðinu frá mars til október árið 2005. Hann krafðist þess fyrir dómi að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann fór fram á 20 milljónir kóna í miskabætur og greiðslu málskostnaðar að fullu. Ummælin snerta flest meint klögumál á hendur Gunnari og meinta vanhæfni hans í starfi. Samkvæmt vitnisburði Garðars Baldvinssonar, fyrrverandi formanns Félags ábyrgra feðra, hafði félaginu borist fjölmargar kvartanir undan störfum Gunnars á þann hátt að hann hafi dregið taum mæðra í forræðisdeilum. Samkvæmt vitnisburði ritstjóra DV byggði umfjöllun blaðsins meðal annars á upplýsingum frá Félagi ábyrgra feðra. Jónas og Mikael sögðu fyrir dómi að öll ummælin hafi verið innan leyfilegra tjáningar fjölmiðils um málefni sem skipta almenning máli að fá upplýsingar um. Allar fullyrðingarnar í umræddum fréttum væru studdar heimildum og segðu frá því sem raunverulega gerðist. Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk að frátöldum ummælunum „...Ólafur hefur leitað til þriggja annarra sérfræðinga sem allir hafna mati Gunnars" og „...endaði með allsherjarslagsmálum á biðstofu Gunnars." 365 Prentmiðlar ehf. voru sýknaðir af kröfum Gunnars. Þá voru Jónas og Mikael sýknaðir af refsikröfu hans en þeim er gert að greiða honum eina og hálfa milljón króna í miskabætur eins og áður segir. Þá féllst dómurinn á kröfu Gunnars um að forsendur og niðurstöður dómsins yrðu birtar í 1. eð 2. tölublaði eftir að dómur félli. Jónas og Mikael greiða óskipt 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins sem og 740 þúsund í málskostnað. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjórar DV, voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða saman eina og hálfa milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá 1. desember 2005, vegna ummæla sem birtust um Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðing í DV í júní árið 2005. Ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur höfðaði mál gegn ristjórum DV og 365 prentmiðlum ehf. vegna tólf ummæla um hann og staf hans sem birtust í blaðinu frá mars til október árið 2005. Hann krafðist þess fyrir dómi að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann fór fram á 20 milljónir kóna í miskabætur og greiðslu málskostnaðar að fullu. Ummælin snerta flest meint klögumál á hendur Gunnari og meinta vanhæfni hans í starfi. Samkvæmt vitnisburði Garðars Baldvinssonar, fyrrverandi formanns Félags ábyrgra feðra, hafði félaginu borist fjölmargar kvartanir undan störfum Gunnars á þann hátt að hann hafi dregið taum mæðra í forræðisdeilum. Samkvæmt vitnisburði ritstjóra DV byggði umfjöllun blaðsins meðal annars á upplýsingum frá Félagi ábyrgra feðra. Jónas og Mikael sögðu fyrir dómi að öll ummælin hafi verið innan leyfilegra tjáningar fjölmiðils um málefni sem skipta almenning máli að fá upplýsingar um. Allar fullyrðingarnar í umræddum fréttum væru studdar heimildum og segðu frá því sem raunverulega gerðist. Öll ummælin voru dæmd dauð og ómerk að frátöldum ummælunum „...Ólafur hefur leitað til þriggja annarra sérfræðinga sem allir hafna mati Gunnars" og „...endaði með allsherjarslagsmálum á biðstofu Gunnars." 365 Prentmiðlar ehf. voru sýknaðir af kröfum Gunnars. Þá voru Jónas og Mikael sýknaðir af refsikröfu hans en þeim er gert að greiða honum eina og hálfa milljón króna í miskabætur eins og áður segir. Þá féllst dómurinn á kröfu Gunnars um að forsendur og niðurstöður dómsins yrðu birtar í 1. eð 2. tölublaði eftir að dómur félli. Jónas og Mikael greiða óskipt 200 þúsund krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins sem og 740 þúsund í málskostnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira