Innlent

ASÍ heldur kröfum um lægra skattaþrep til streitu

ASÍ vill ekki taka hugmyndir um lægra skattþrep út af borðinu í viðræðum þess við stjórnvöld um skattamál. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt breytingar á skattkerfinu óskynsamlegar og núverandi forsætisráðherra er ekki hlynntur breytingum.

Svona er skattkerfið í dag. Persónuafsláttur er rúmlega 29 þúsund krónur þannig að skattleysismörk eru í 79 þúsundum króna. Þegar tekjuskattur og meðal útsvar eru tekin saman kemur út að staðgreiðsluprósentan er 36,73 prósent. Við skulum líta á dæmi sem sýnir hvernig þrepaskattur gæti komið út ef sattleysismörk verða hækkuð eins og stefnt var að, að gera um næstu áramót verða þau 85.465 krónur. Hægt væri að setja mörk fyrir efra þrep í 145 þúsund krónur þannig að staðgreiðsla yrði í efra þrepi nærri 28 prósentum og nærri 37 prósentum í efra þrepi.

Ef við tökum dæmi um einstakling með 250 þúsund krónur í mánaðarlaun yrði frádráttur skatta svona. Fyrir fyrstu 85.465 krónurnar væri engin skattur dregin af frá þeirri upphæð og upp í mörk efra þreps sem eru 145 þúsund yrði tekin tæp 28 prósnta skattur af eða 16.658 krónur. Frá 145 þúsundunum upp í 250 þúsund yrði hins vegar tekin 36,73 prósenta skattur eða 38.567 krónur og heildarskatturinn yrði því 55.225 krónur.

Stjórnvöld hafa gefið í skyn að þeir samþykki kröfur um vaxta- og barnabætur ASÍ. Kröfurnar um vaxtabæturnar snúast um að þær verði með sama móti og þær voru áður en húsnæðisverð rauk upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×