Innlent

Fjölbreytt dagskrá um allt land á 17. júní

MYND/GVA

Fjölbreytt dagskrá verður víða um land í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Dagskráin í höfuðborginni hófst nú klukkan tíu þegar blómsveigur var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar. Klukkan 10.40 hefst svo hátíðardagskrá á Austurvelli og þar mun Geir H. Haarde forsætisráðherra flytja ávarp.

Dagskránni í borginni lýkur hins vegar ekki fyrr en klukkan 22 í kvöld með tónleikum á nokkrum stöðum í miðbænum, þar á meðal við Arnarhól.

Á Akureyri verður einnig viðamikil dagskrá en hátíðarhöldin eru nú í höndum Knattspyrnufélags Akureyrar. Veðurstofa Íslands spáir góðu veðri fyrir norðan, sól og hita allt að 15 stigum. Meðal þess sem boðið er upp á á Akureyri er hátíðardagskrá í Lystigarðinum og fjölskyldudagskrá í miðbænum klukkan 14. Þá verður kvöldskemmtun á Ráðhústorginu kl. 20.

Hátíðahöld á Vestfjörðum og á Austurlandi hefjast líka snemma dags og þar verða einnig fjölskylduskemmtanir um miðjan dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×