Innlent

Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn

Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. Þar gæddu gestir sér á pylsum og og harðfiski ásamt samlokum með hangikjöti og salati að íslenskum hætti. Það eina sem skorti við hátíðahöldin var hellidemba en hún kom þó á endanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×