Innlent

Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld

MYND/Heiða

Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar.

Að sögn lögreglu var töluvert af ölvuðum unglingum í miðbænum eftir að skipulagðri dagskrá lauk og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum þeirra. Þá hafa sjö verið teknir fyrir ölvunarakstur í nótt og morgun. Á Akureyri var margt fólk í bænum í nótt og nokkur erill hjá lögreglu þótt allt gengi stóráfallalaust. Sjö voru þó teknir fyrir ölvunarakstur í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×