Innlent

Pólverjinn kominn með húsaskjól

Góðviljuð kona í Hátúninu hýsir nú Pólverjann Andrej Hara.
Góðviljuð kona í Hátúninu hýsir nú Pólverjann Andrej Hara. MYND/Valli

Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina.

Fréttastofan sagði í vikunni frá nokkrum Pólverjum sem hafa þurft að búa í tjaldi síðan þeir komu hingað að leita að vinnu. Andrej Hara, sem er tvítugur og kom hingað til lands fyrir einum og hálfum mánuði, bjó í tjaldi í Laugardal í tvær vikur, þrátt fyrir að starfa á hóteli. Þar bauðst honum herbergi til leigu fyrir jafnmikinn pening og hann fær í laun á mánuði.

Eftir fréttina hringdi kona inn á fréttastofu NFS og bauðst til að hýsa Andrej. Hann flutti þegar inn og er afar sáttur þó að plássið sé ekki mikið og hann sofi í sófa. „Nú bý ég í fallegri íbúð og ég bið ekki um meira. Ég get þurrkað fötin mín og það er allt sem ég þarf," segir Andrej.

Og fyrra heimili Andrej er farið í ruslið, enda minningarnar ekki góðar. „Ég henti tjaldinu, því að ég vil aldrei aftur búa í þessu tjaldi. Nú bý ég á góðum stað í bili og svo sjáum við bara til með framhaldið," segir Andrej.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×