Innlent

Skífan braut samkeppnislög

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Skífuna, sem nú er Dagur Group, um sextíu og fimm milljónir króna vegna endurtekinna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Skífan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að gera saminga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum.

Samningarnir voru gerðir á árunum 2003 og 2004 og fólu þeir í sér einkakaup og samkeppnishamlandi afslætti. Hagkaup skuldbatt sig til að kaupa tiltekið magn af vörum í heildsölu hjá Skífunni. Með samningunum voru keppinautar Skífunnar á vörunum nánast útilokaðir frá viðskiptum við Hagkaup. Skífan hefur áður brotið samkeppnislög. Árið 2001 komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að Skífan hefði misnotaði markaðsráðandi stöðu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×