Innlent

InPro ehf. hlýtur verðlaun

InPro ehf. var nýlega valið öryggis- heilbrigðis- og umhverfisteymi ársins innan alls Bechtel Inc., og allra dótturfélaga þess. InPro ehf. var valið út rífelga 100 verkefnum sem Bechtel er að vinna að um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem undiverktaka er veittur þessi heiður í yfir 100 ára sögu Bechtel. InPro er þjónustufyrirtæki sem var stofnað í janúar 2003, með það fyrir augum að vera þjónustufyrirtæki á sviði öryggis-, heilbrigðis-, umhverfis- og rekstraröryggismála. Sú þjónusta sem InPro veitir Bechtel á Austurlandi felst meðal annars í; öryggisstjórnun, umhverfisstjórnun úttektum og eftirliti, starfsmannaheilsugæslu, slysarannsóknum, neyðarviðbrögðum, eldvörnum, þjálfun og fræðslu, samskiptum við stjórnvöld, fyrirtæki, kjarafélög og samfélagið í heild, og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×