Innlent

Útboð vegna áframhaldandi uppbyggingar á farsímakerfinu

Samgönguráðuneytið kynnti í dag, á Evrópska efnahagssvæðinu, forval vegna framkvæmda við áframhaldandi uppbyggingu á gsm farsímakerfinu á þjóðvegakerfinu. Um er að ræða svæði á hringveginum og fimm fjallvegum en þessir vegarkaflar eru samanlagt um 500 km en um 400 km kafli á hringveginum er án gsm-sambands í dag. Verkefnið er liður í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010 sem samþykkt var á Alþingi í fyrra en markmið áætlunarinnar er að bæta farsímasamband á þjóðvegakerfinu. Alls verður tveimur og hálfum milljarði króna varið í að hrinda fjarskiptaáætluninni í framkvæmd, en sú upphæð er hluti af söluandvirði Símans. Áætlað er að verksamningur verði undirritaður í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×