Innlent

Málefni NATO efst á baugi

Málefni Atlandshafsbandalagsins og staða mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf, er meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, ræddu á fundi í dag. Jones er staddur hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda. Valgerður og Jones ræddu einnig þróun Atlantshafsbandalagsins, þáttöku Íslendinga í alþjóðlegu starfi og stuðning við aðgerðir. Fundur þeirra mun halda áfram á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×