Innlent

Lögreglan gómar innbrotsþjófa

Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa á vettvangi í atvinnuhúsnæði í austurborginni í nótt, eftir einskonar fyrirsát.

Í gærdag kom í ljós að einhver hafði átt við dyraumbúnað hússins og höfðu óeinkennisklæddir lögreglumenn því sérstakt eftirlit með húsinu í gærkvöldi. Það bar svo þann árangur í nótt að tveir þekktir afbrotamenn birtust á vettvangi og héldu rakleiðis inn í húsið, þar sem þeir voru síðan handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×