Innlent

Færeyski togarinn

MYND/LHG - Vala Agnes Oddsdóttir
Réttað verður á Eskifirði í dag, yfir skipstjóranum á færeyska togaranum, sem varðskipið Óðinn tók suðaustur af landinu í fyrrinótt. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að veiðum eru brotin margvísleg.

Skipstjórinn tilkynnti ekki um komu sína inn í íslenska lögsögu, hafði ekki kveikt á sjálfvirku tilkynningaskyldunni, hlustaði ekki á neyðarrás, sinnti ekki stöðvunarmerkjum varðskipsins og hafði ekki veiðileyfi innan íslenskrar lögsögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×