Sport

Sannfærandi sigur Þjóðverja

Jurgen Klinsmann fagnar hér þriðja marki Þjóðverja með Lukas Podolski
Jurgen Klinsmann fagnar hér þriðja marki Þjóðverja með Lukas Podolski NordicPhotos/GettyImages

Þjóðverjar tryggðu sér toppsætið í A-riðlinum á HM í dag með öruggum 3-0 sigri á Ekvador. Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og Lukas Podolski eitt og var sigur heimamanna aldrei í hættu í Berlín í dag. Pólverjar luku keppni með sæmd og lögðu Kosta Ríka 2-1, þar sem Boratosz Bosacki skoraði tvívegis.

Þjóðverjar luku því keppni með fullt hús stiga í riðlakeppninni eða 9. stig. Ekvador varð í öðru sæti með 6 stig, Pólverjar hlutu 3 stig og Kosta Ríka ekkert.

Miroslav Klose fór á kostum ásamt þýska landsliðinu í leiknum. Miroslav Klose gerði tvö mörk Þjóðverja og Lukas Podolski eitt.

Klose skoraði fyrra markið sitt strax á 4. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger en það var síðan Michael Ballack sem átti sendinguna á Klose á 44. mínútu þegar hann setti annað mark Þjóðverja og jafnframt sitt fjórða í keppninni.

Podolski skoraði markið sitt á 57. mínútu eftir snögga sókn þýska liðsins og fyrirgjöf Bernds Schneiders frá hægri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×