Innlent

Erfðabreytileiki eykur hættu á brjóstakrabbameini

Mynd/Vilhelm

Rannsókn sem Íslensk erfðagreining gerði tengir erfðabreytileika við aukna hættu á brjóstakrabbameini. Grein um rannsóknina var birt í dag í læknatímaritinu PloS Medicine. Rannsóknin náði til eitt þúsund kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein á Íslandi. Niðurstöður sýndu að um 5,4% þeirra reyndust vera með erfðabreytileikann, en aðeins 3,1% í viðmiðunarhópi. Þetta þýðir að konur sem bera erfðabreytileikann eru í 80% meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein en konur í viðmiðunarhópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×