Innlent

Snæugla útskrifuð úr Húsdýragarðinum

Snæuglan spræk að þjálfa flugvöðvana
Snæuglan spræk að þjálfa flugvöðvana MYND/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Snæuglu verður sleppt á morgun eftir 10 mánaða endurhæfingu í Húsdýragarðinum. Til stendur að sleppa henni á sama stað og hún fannst, á Hólmavík.

Snæuglan fannst flækt í gaddavír milli bæjanna Innri- og Ytri-Óss á Ströndum í september síðastliðinn. Uglan var óbrotin en með mjög slæmt sár á vinstri væng. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var uglan undir eftirliti dýrahirða garðsins og gert var að sárum hennar. Um nokkurra vikna skeið var snæuglan meðhöndluð daglega til að skipta um umbúðir og sótthreinsa sárið. Hún var einnig sett á sýklalyfjakúr til að koma í veg fyrir sýkingu.

Snæuglan er karlfugl á fyrsta ári, en karlarnir eru minni en kvenfuglarnir. Hann er ekki enn orðinn alhvítur þar sem hann er ekki fullvaxta. Talið er að hann sé orðinn eins góður og hann muni verða, en hann er farinn að vera viðskotaillur sem er talið merki um aukið hreysti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×